Þær atvinnustéttir sem taldar eru vera í mestri áhættu hvað snertir raddnotkun eru:
a) Kennarar
Margar rannsóknir víða um heim sýna að kennarar þjást af óþægindaeinkennum sem tengjast misbeitingu raddar. Þannig er talað um að milli 20 % – 80% kennara þjáist af ýmsum álagsseinkennum á rödd (þurrkur, erting, sviði, kökkur, hæsi án kvefs, ræskingaþörf, raddbrestur, raddþreyta).
• Af þeim sem nota röddina sem atvinnutæki eru kennarar taldir vera í mestri áhættu að skaða röddina við vinnu sína
• Kennarar skipa efstu (1 –6) sæti þeirra sem leita til læknis vegna raddvandamála og óþægindaeinkenna þeim tengdum.
• Kvenfólki er hættara við raddvandamálum sérstaklega af líffræðilegum orsökum. A.m k 80% kennara eru konur.
• Kennarar sem hafa lengri kennsluferil kvarta meira undan álagseinkennum á rödd en þeir sem hafa styttri.
• 40% kennara kenna kennsluumhverfi um raddvandamál sín.
• 20% kennara hafa þurft að taka veikindaleyfi vegna raddar miðað við 4% þeirra sem starfa ekki sem kennarar.
• Í Bandaríkjunum er talið að 28.000.000 manns þjáist daglega af álagseinkennum á rödd. Talið er að raddvandamál kennara mælt í veikindadögum og meðferð kosti bandaríska þjóðfélagið allt að 2,5 billon dollara árlega.
• Markviss raddþjálfun hefur fækkað veikindadögum hjá kennurum.
• Helmingi fleiri kennarar kvarta undan raddvandamálum miðað við þá sem starfa ekki sem kennarar.
• Náttúrulögmál sýnir að rödd hækkar sig í ákveðnu hlutfalli við þann hávaða sem henni er beitt í. Miðað við þekktar kringumstæður í kennslustofu gæti kennari þurft að hækka sig upp í 80 – 90 dB. Engin mannsrödd stenst slíkt til lengdar.