Með lífið í lúkunum

Með lífið í lúkunum

Með lífið í lúkunum

Í þættinum ræðir Erla við Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur, 80 ára magnaða konu sem er doktor í talmeinafræðum um vini og óvini raddarinnar, raddvenjur, umhverfisáhrif, þekkingarleysi, talkerfið, hávaða í námsumhverfi barna, áhrif raddheilsu á lífsgæði og fleira.
Valdís Ingibjörg hefur unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár. Hún er með mastersgráðu (M.Phil frá Strathclyde University; Glasgow 1996) og doktorsgráðu (PhD frá Tampere í Finnlandi, 2003) í rödd og raddumhirðu (voice ergonomics).

Valdís hefur í áraraðir frætt landann um raddheilsu og er eini raddheilsufræðingur landsins. Hún brennur fyrir það að reyna að koma í veg fyrir raddskaða og raddveilur.

Valdís bendir á að röddin sé atvinnutæki margar, t.d. kennara, söngvara, leikara og fleiri en það er alveg óvarið og ótryggt. Kennarar eru mest útsettir fyrir raddveilum þar sem þeir starfa oft við ólíðandi aðstæður. Raddveilur eru t.d. langvarandi hæsi, ræma, raddbrestir, raddþreyta, lítið raddþol, raddstyrkur dvínar og ræskingarþörf. En það er alveg bannað að ræskja sig segir hún! Það gerir illt verra.

Valdís vill fá raddheilsu flokkaða undir Lýðheilsu því að þetta er mun stærra vandamál en fólk heldur. Það þarf að hita upp röddina, alveg eins og þú hitar upp aðra vöðva og líkamshluta fyrir átök. Hún segir líka að það sé ekki nóg að hafa vitneskjuna ef þú hefur ekki skynsemina til þess að nota hana og að við þurfum að hugsa vel með röddina okkar.

Á heimasíðu hennar Rödd.is má finna ráð sem gætu gagnast fólki sem finnnur fyrir þreytu eða hefur áhyggjur af raddheilsu sinni.  Hún hefur einnig gefið út bók sem heitir Talandinn og gæti gagnast mörgum.

Á heimasíðu hennar Rödd.is má finna ráð sem gætu gagnast fólki sem finnnur fyrir þreytu eða hefur áhyggjur af raddheilsu sinni.  Hún hefur einnig gefið út bók sem heitir Talandinn og gæti gagnast mörgum.

Fylgið Heilsu Erlu á Instagram
Skelfilegar niðurstöður Pisa

Skelfilegar niðurstöður Pisa

Skelfilegar niðurstöður Pisa koma mér ekki á óvart því miður. Ég hef unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár og síðastliðin 10 – 15 ár hefur mér fundist að íslenskufærni hafi farið í frjálst fall bæði hvað varðar tjáningu og skilning. Sjálfsagt eru fleiri en ein skýring til á þessu ástandi. Sjálf hef ég tvær skýringar sem ég vil koma hér á framfæri. Hin fyrri er sú að börn eru á máltökuskeiði þegar þau eru í leikskólum. Því miður er það svo að rannsóknir hafa sýnt að hávaðinn á leikskólum er langt yfir þeim mörkum sem talin eru ásættanleg fyrir munnleg samskipti. – Við, þessi fullorðnu, erum varin með vinnuverndarlögum sem kveða á um það að hávaði má ekki fara yfir ákveðin mörk svo að við getum sinnt andlegri vinnu eins og að einbeita okkur að tali, hlustun og/eða að geta átt í viðræðum. Því miður gildir þetta ekki um börn – þar eru engir varnarmúrar til og við ætlumst til að þau geti það sem við getum ekki sjálf þ.e.a.s. hlustað og lært í hávaða.

Hver treystir sér til að læra á mannmörgum stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum svo dæmi séu tekin? Með öðrum orðum máltaka – að læra og skilja mál – fer fram í hávaða og einhvern veginn erum við andvaralaus þegar kemur að hávaða – við leiðum hann hjá okkur. Hávaði á leikskólum er svokallaður erilshávaði þ.e.a.s. hávaði sem við mannfólkið, börn sem kennarar, sköpum sjálf – ekki hvað síst með misbeitingu raddar. Þarna þarf að verða veruleg breyting á –Við þurfum að koma þarna á vissri menningu með að lækka í okkur sjálfum, venja börn af því að öskra bara til að öskra. Með því að gera þetta þá lækkum við hávaðann. Hin skýringin sem ég hef á þessari vægast sagt afar slöku málfærni sem kristallaðist í útkomu Pisa, er hve íslenskan er orðin menguð af ensku.

Óábyrgt þá finnst mér þessi þróun hafi verulega hafist með tilkomu spjaldtölva. Ég hef margoft orðið vitni að því þegar mjög ung börn hafa verið með ensk málprógrömm í spjaldtölvum og haft eftir ensku orðin t.d. „blue“ „car“ „house“ osfrv. Þarna er máltaka á fullu. Ég var einu sinni með 6 ára barn og sem talmeinafræðingur notast ég mikið við myndefni með myndum af fyrirbærum. Á einni myndinni var mynd af skriðdreka sem ég átti alls ekki von á að barnið hefði orð yfir – en sá stutti sagði „ ég veit hvað þetta heitir á ensku“ „nú“ svaraði ég „hvað?“. „tank“ var svarið og þetta var ekki eina skiptið sem þessi ungu börn höfðu enska orðið en ekki það íslenska yfir það sem var á myndunum. Ekki má heldur gleyma því að leikir sem þessu yngra fólki standa til boða t.d. í símum eru nær eingöngu á ensku. Mér finnst eins og kynslóðin 25 ára plús/mínus sé vægast sagt með mjög – og þá meina ég mjög – enskuskotið íslenskt mál. Ef svo er að enskan er komin þetta mikið inn í mál hjá börnum og ungu fólki hvernig getum við þá ætlast til þess að þau ráði við að leysa próf sem byggir á málfærni í íslensku?

Hvað þurfa margir að missa rödd?

Hvað þurfa margir að missa rödd?

„Fær martraðir um að missa röddina“ var fyrirsögn að viðtali við söngkonuna Klöru Elíasdóttir. Það er í raun sorglegt at lesa þetta vegna þess að þetta ber vitni um almennt þekkingarleysi á rödd. Sé ekki um sjúkdóma að ræða, á röddin ekki að gefa sig ef þekking er fyrir hendi.. Hins vegar vegna þess hve fólk veit almennt lítið um rödd veit það ekki hvað getur skemmt hana.

Rödd er ekkert annað en hljóð sem við skynjum. Sem hljóð bilar rödd ekki en „biluð“ rödd segir til um að eitthvað sé að því líkamskerfi sem myndar hana. Þarna liggur hundurinn grafinn. Fólk áttar sig ekki á því að um líkamsstarfsemi er að ræða og kann því ekki að varast þær hættur sem geta sett þessa starfsemi úr skorðum. Skammvinn læknisinngrip sem ná röddinni upp duga skammt og eru ekki sambærileg við árangurinn af því að hafa þekkingu til þess að halda góðri raddheilsu.

Það er sorglegt að þekkingarleysi ráðamanna sem eiga allt undir sinni eigin rödd skuli í raun hindra að fræðsla um rödd og raddheilsu skuli ekki vera meðal námsefna um líffræði í skóla. Annað. Raddheilsa á að heyra undir lýðheilsu Það var fáránlegt á sínum tíma að ráðherra skyldi leggja blessun sína yfir verkefni sem hvatti fólk til að koma til Íslands beinlínis til að öskra úr sér stressið – verkefni sem varð reyndar verðlaunað. Þetta er í fyrsta skipti sem ég verð vitni að því að eitthvert framtak sem beinlínis getur valdið heilsutjóni sé verðlaunað. Öskur sem önnur misbeiting raddar geta nefnilega valdið skaða á raddfærum eins og t.d raddböndum.

Er ekki talað um að öskra úr sér röddina? Hættum þessum blindingjaleik og bætum úr þekkingarleysi almennings á rödd. Ég skora á ráðamenn að bæta hér úr. Til þess að halda röddinni þarf -langoftast – fyrst og fremst þekkingu en ekki læknisfræðileg inngrip.

Höfundur er radd-og talmeinafræðingur.