Bókin um Töfratappana komin út
Bókin Töfratapparnir er samin með það að markmiði að fræða börn – og fullorðna – um skaðsemi hávaða á rödd og heyrn og vekja til umhugsunar hvað hægt er að gera til að vinna gegn þeim vágesti.
TIl þess að gera hana aðgengilega fyrir sem flesta er reynt að hafa hana einfalda í sniðum. Fyrir þau börn sem eiga við athyglis og einbeitingaskort að stríða er t.d. reynt að hafa myndirnar fyrir ofan textann svo hægt sé að hylja hann eftir þörfum og augun leiti því ekki í myndirnar.
Reynt er að hafa textann stuttan á hverri síðu, kaflar eru stuttir og orðaval innan almenns orðaforða barna. Sérstakt tillit er tekið til þeirra barna sem eru með lesblindu eða eru með athyglis og einbeitingaskorts. Sjá nánar