Stubbur og Stubbalína

Stubbur og Stubbalína

Bókin kostar 6.980 kr. og fæst hjá bókaútgáfunni Hólum.

Hægt er að panta í gegnum netfangið: holar@holar.is

Sendingarkostnaður er innifalinn.

Ævintýri Stubbs og Stubbalínu í Stafalandi

Nýstárleg aðferð við lestrarkennslu

Lestraraverkefnið um Stubb og Stubbalínu er verkefni ætlað elstu bekkjum í leikskóla og yngstu börnum í grunnskóla. Það byggist á því að tvær litlar verur Stubbalína og Stubbur finna stafi sem þau fara að kanna nánar. Hér um að ræða ævintýraför tveggja kríla sem fá bók í gjöf en skilja bara ekkert allt þetta krot svo þau ákveða að fara í Stafalandið og hitta stafina. Þar eru stafirnir og hljóðin persónugerð á skemmtilegan hátt. Markmiðið að kenna ungum börnunum að finna hvar hljóðin myndast og hvernig þau eru mynduð. Auk þess er krílunum kennt að það eru sum börn sem eru heyrnarskert og þurfa því stafrófið á táknmáli og önnur sjónskert og þurfa stafrófið á punktaletri. Þar með er verið að opna sýn barna og skilning á því að til eru börn sem eru heyrn- eða sjónskert en geta samt lært að lesa en þurfa sína aðferð. Bæði er hver stafur lagður inn á táknmáli og blindraletri, en slíkt hefur ekki verið gert í íslenskri byrjendalestarbók fyrr. Þannig nýtist þessi byrjendabók vel fyrir heyrnarlaus og sjónskert börn auk þess sem öðrum börnum er boðið upp á að kynnast þeim táknum.

Veljið kápumyndirnar til að fá frekari upplýsingar:

Talandinn, er hann í lagi?

Talandinn, er hann í lagi?

Talandinn, er hann í lagi?

Í þessari bók sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi má finna svör við því hvað getur farið úrskeiðis í rödd, framburði og framsetningu máls. Bókin varpar á einfaldan, skýran og myndrænan hátt ljósi á þá flóknu líkamsstarfsemi sem myndar rödd og framburð. í henni má finna sjálfskoðunarlista svo fólk geti metið ástand eigin raddar. Æfingar til að ná burtu þreytu og/eða stirðleika í tal- og raddfærum. Röntgenmyndir af stöðu talfæra og einfaldar líffræðimyndir.

Verð: 4.680 kr.

*Verð eru birt með fyrirvara um að þau geti breyst.

Tóndæmi úr bókinni Talandinn lesin af Dr. Valdísi

Blaðsíða Upptaka Umfjöllun
27 0.16-0.58 Kviðöndun
28 1.05-2.22 Þindaröndun
39 2.27-2.49 Einhæf rödd
53 2.50-3.35 Missir raddar
64 3.40-4.21 Finna hreyfingu barkakýlis
68 4.24-5.38 Æfingar fyrir rödd
119 5.40-6.42 Mismunandi tónblær
119 6.45-7.30 Tilfinningar lagðar í rödd
121 3.38-8.28 Agaröddin
123 8.31-9.20 Rödd fylgir Handahreyfingum

Radda Padda sem ekki má skadda

Verð: Radda Padda 5.780 kr.
Kennsluleiðbeiningar –
kr. 4.980 kr.

Innifalið er: sögubók, leiðbeiningabók og aðgangur að upplestri  og skjávarpamyndum.

Bækurnar eru sendar án endurgjalds til kaupenda.

Netfang: holar@holabok.is

Radda Padda sem ekki má skadda

Saga um æfintýraför tveggja töfratappa sem fara uppí munna fólks og kíkja á raddböndin. Það geta þeir auðveldlega af því að þeir geta stækkað og minnkað eins og þeir vilja. Munnurinn reynist hin mesta hættuslóð þar sem er að finna tennur, góm, tungu, úf að ekki sé talað um kokið þar sem hægt er að detta niður í lungu eða maga.

Töfratöppunum er sérstaklega hugleikið að vita hvers vegna raddir kvenna, karla og barna hljóma mismunandi. Þess vegna láta þeir sig hanga i úfnum til að geta séð niður á raddböndin. Þannig uppgötva þeir t.d. að hæsi í strák er vegna raddbandahnúts sem trúlega myndaðist af því að strákurinn öskraði svo mikið að raddböndin þoldu það ekki og skemmdust. Við fylgjumst með pælingum tappanna hvernig óþarfa hávaði, sem bæði kemur frá umhverfi en ekki síst frá okkur sjálfum getur verið skaðlegur bæði fyrir rödd og heyrn.

En hvað er til bóta?
Í kennsluleiðbeiningabók sem fylgir sögubókinni koma tillögur um umræðuefni þar sem hægt er að fá bæði börn og fullorðna til að leggjast á eitt með að finna út úr því hvernig hægt er draga úr hávaðanum í kringum okkur og ekki síst venja okkur sjálf af því að gera hávaða.
Þar eru líka leiðbeiningar um hlutverk talfæra ekki síst við myndun talhljóða. Börnin eru þannig leidd í gegnum vangaveltur um hvernig og til hvers við erum að nota varir, tennur, tungu, kjálka.

Staðreyndin er sú að:

  • Hávaði er skaðvaldur sem skaðar sál og líkama.
  • Mældur erilshávaði í námsumhverfi barna hefur farið langt yfir þau mörk sem fullorðnir setja sér til að geta stundað einbeitingarvinnu og átt í samræðum.
  • Ef börn geta ekki hlustað sér til gagns vegna hávaða í skólaumhverfi þá er hvorki hægt að ætlast til hlustunarlöngunar, námsárangurs né að börn nái að þroska með sér mál – ekki síst ef þau eru allan sinn málþroskaaldur á leikskólum.
  • Kaupendur fá aðgang að læstu efni: Sjá nánar

Veljið kápumyndirnar til að fá frekari upplýsingar:

Töfratapparnir

Töfratapparnir

Bókin kostar 2.480 kr. og fæst hjá bókaútgáfunni Hólum.

Hægt er að panta í gegnum netfangið: holar@holar.is

Sendingarkostnaður er innifalinn.

Töfratapparnir

Bókin Töfratapparnir er samin með það að markmiði að fræða börn – og fullorðna – um skaðsemi hávaða á rödd og heyrn og vekja til umhugsunar hvað hægt er að gera til að vinna gegn þeim vágesti.

TIl þess að gera hana aðgengilega fyrir sem flesta er reynt að hafa hana einfalda í sniðum. Fyrir þau börn sem eiga við athyglis og einbeitingaskort að stríða er t.d. reynt að hafa myndirnar fyrir ofan textann svo hægt sé að hylja hann eftir þörfum og augun leiti því ekki í myndirnar.

Reynt er að hafa textann stuttan á hverri síðu, kaflar eru stuttir og orðaval innan almenns orðaforða barna. Sérstakt tillit er tekið til þeirra barna sem eru með lesblindu eða eru með athyglis og einbeitingaskorts. 

Veljið kápumyndirnar til að fá frekari upplýsingar: