Stubbur og Stubbalína
Bókin kostar 6.980 kr. og fæst hjá bókaútgáfunni Hólum.
Hægt er að panta í gegnum netfangið: holar@holar.is
Sendingarkostnaður er innifalinn.
Ævintýri Stubbs og Stubbalínu í Stafalandi
Nýstárleg aðferð við lestrarkennslu
Lestraraverkefnið um Stubb og Stubbalínu er verkefni ætlað elstu bekkjum í leikskóla og yngstu börnum í grunnskóla. Það byggist á því að tvær litlar verur Stubbalína og Stubbur finna stafi sem þau fara að kanna nánar. Hér um að ræða ævintýraför tveggja kríla sem fá bók í gjöf en skilja bara ekkert allt þetta krot svo þau ákveða að fara í Stafalandið og hitta stafina. Þar eru stafirnir og hljóðin persónugerð á skemmtilegan hátt. Markmiðið að kenna ungum börnunum að finna hvar hljóðin myndast og hvernig þau eru mynduð. Auk þess er krílunum kennt að það eru sum börn sem eru heyrnarskert og þurfa því stafrófið á táknmáli og önnur sjónskert og þurfa stafrófið á punktaletri. Þar með er verið að opna sýn barna og skilning á því að til eru börn sem eru heyrn- eða sjónskert en geta samt lært að lesa en þurfa sína aðferð. Bæði er hver stafur lagður inn á táknmáli og blindraletri, en slíkt hefur ekki verið gert í íslenskri byrjendalestarbók fyrr. Þannig nýtist þessi byrjendabók vel fyrir heyrnarlaus og sjónskert börn auk þess sem öðrum börnum er boðið upp á að kynnast þeim táknum.